Innlent

Afbrotum í Vesturbæ fækkar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lykilfólk úr hverfinu mætti til fundarins. Mynd/ Lögregluvefurinn.
Lykilfólk úr hverfinu mætti til fundarins. Mynd/ Lögregluvefurinn.
Afbrotum í Vesturbæ hefur fækkað á milli ára. Þetta kom fram á fundi lögreglunnar með lykilfólki í hverfinu sem haldinn var á mánudag.

Innbrotum á svæðinu hefur fækkað mikið á milli ára ef bornir eru saman fyrstu tíu mánuðir ársins við sama tímabil í fyrra. Þetta á fyrst og fremst við um innbrot í bíla og fyrirtæki en innbrot á heimili eru næstum því jafnmörg á umræddu tímabili. Lögreglan segir þetta vissulega vera áhyggjuefni en með samstilltu átaki allra sé líka hægt að fækka innbrotum á heimili. Ein leið til þess sé að halda úti nágrannavörslu en mikilvægi hennar er ótvírætt.

Lögreglan ítrekar einnig mikilvægi þess að fólk láti lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánasta umhverfi þess. Upplýsingar af þessu tagi geta reynst lögreglu mjög gagnlegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×