Erlent

Knútur fagnar fjögurra ára afmæli

Knútur fékk kjöt og fisk í tilefni dagsins.
Knútur fékk kjöt og fisk í tilefni dagsins. Mynd/AP

Ísbjörninn Knútur fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag. Hann hefur verið í dýragarði í Berlín frá því móðir hans hafnaði honum og bróður hans.

Berlínarbúar tóku strax miklu ástfóstri við Knút sem dregið hefur til sín mikinn fjölda gesta. Í tilefni dagsins var Knúti gefið úrvals kjöt og fiskur og útbúin var terta með tölustafnum fjórum. Dýragarðurinn hefur hagnast mikið af sölu minjagripa sem tengjast Knúti og ekki veitir af því í ljósi þess að það er dýrt að halda uppi ísbirni.

Fjölmargir lögðu leið sína í dýragarðinn í Berlín í dag. Þar á meðal þessa kona.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×