Innlent

Ljósin tendruð á Oslóartrénu

Ljósin voru tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli í dag. Kalt var í veðri en margir lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur til að vera viðstaddir þegar kveikt var á ljósunum.

Jón Gnarr tók við tréinu klukkan fjögur og hin norsk-íslenska Embla Gabríela Børgesdóttir Wigum fékk þann heiður að tendra ljósin á tréinu. Mikil gleði var svo á Austurvelli eftir það og komu jólasveinarnir Gluggagægir, Stúfur og Giljagaur og skemmtu börnunum. Lúðrasveit Reykjavíkur tók líka nokkur vel valin lög.

Á tréinu hangir einnig Jólakötturinn, sem er jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Jólaóróar félagsins hafa prýtt tréð síðustu ár. Hægt verður að kaupa óróann 4. til 18. desember og rennur ágóðinn til verkefna í þágu fatlaðra barna og ungmenna.

Norðmenn hafa gefið Íslendingum tré í tæp sextíu ár en í ár var tréð höggvið í Aurtjørn í Nordmarka að viðstöddum sendiherra Íslands í Noregi og borgarstjóra Oslóar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×