Erlent

Tölvuhakkarar réðust á Wikileaks

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Wikileaks síðan, sem birt hefur viðkvæm gögn um stríð Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan auk fleiri gagna, varð fyrir árás tölvuhakkara í dag.

Þetta er fullyrt á fréttavef BBC. Talsmenn síðunnar segja á Twitter síðu sinni að verði Wikileaks síðan ekki virk muni dagblöðin El Pais, Le Monde, Speigel, Guardian & New York Times birta skjöl í kvöld um leynileg skilaboð sem bandaríkjastjórn hefur sent sendiráðum Bandaríkjanna um allan heim. Þetta munu vera mun umfangsmeiri upplýsingar en Wikileaks hefur áður birt um stríðin í Írak og Afganistan.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur gagnrýnt birtingu viðkvæmra skjala á Wikileaks síðunni. Segir ráðuneytið að lífi bandarískra hermanna sé stefnt í hættu. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segir hins vegar að bandarísk yfirvöld séu hrædd við að taka ábyrgð á gerðum sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×