Samkvæmt Marca er Real Madrid nálægt því að ná samkomulagi við Racing Santander um kaup á hinum átján ára gamla miðjumanni Sergio Canales sem þykir einn efnilegasti leikmaður Spánar um þessar mundir.
Talið er að Canales muni formlega skrifa undir sex ára samning á Santiago Bernabeu næsta sumar en kaupverðið hefur enn ekki verið gefið upp.
Allar líkur eru þó á því að Canales verði strax lánaður aftur til Racing Santander í eitt tímabil og komi því í rauninni ekki til Real Madrid fyrr en sumarið 2011.