Innlent

Fengu ljósaperur til að lýsa bágstöddum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsnæði Fjölskylduhjálparinnar í Hlíðunum í Reykjavík.
Húsnæði Fjölskylduhjálparinnar í Hlíðunum í Reykjavík.
Fjölskylduhjálpin fékk á dögunum afhentar Osram ljósaperur að verðmæti um hálf milljón króna. Það var Jón Árni Jóhannsson framkvæmdastjóri ljósaperuinnflytjandans Jóhann Ólafsson og Co sem afhenti Ásgerði Jónu Flosadóttur forstöðukonu Fjölskylduhjálparinnar perurnar.

Úthlutun Fjölskylduhjálparinnar fer nú fram á þrem stöðum á landinu, á Akureyri, í Reykjavík og í Reykjanesbæ og sagði Ásgerður Jóna þegar ljósaperurnar voru færðar Fjölskylduhjálpinni að þær myndu koma sér vel við úthlutunina. 

Hún segir að það sé fleira en matvæli sem þurfi til að reka heimili og fólk með litlar sem engar tekjur fresti innkaupum á margvíslegum nauðsynjavörum. Ljósaperur séu eitthvað sem öll heimili þurfa á að halda, en detti aftar í forgangsröðunina þegar þrengir að.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×