Innlent

Dekkri spá setur forsendur fjárlaga ekki í uppnám

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að dekkri hagvaxtaspá fyrir næsta ár setji forsendur fjárlaga ekki í uppnám.

Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði forsætisráðherra hvort að ný þjóðhagsspá Hagstofunnar kalli ekki á endurskoðun fjárlaga. Spá Hagstofunnar gerir ráð fyrir minni hagvexti á næsta ári en reiknað er með í forsendum fjárlaga. Kristján vísaði ennfremur í spá OECD og spá ASÍ sem gera ráð fyrir minni hagvexti á næsta ári.

Forsætisráðherra sagði að miðað við spá Hagstofunnar lækki áætlaðar tekjur ríkisins á næsta ári um fimm til sjö milljarða. Á móti komi hins vegar að atvinnuleysi er minna en spár gerður ráð fyrir og verðbólgan lægri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×