Innlent

Brotist inn í bílasölu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brotist var inn í bílasölu við Breiðhöfða í nótt. Grunur leikur á að bíllyklar hafi verið teknir þaðan en engum bíl hefur verið stolið enn sem komið er. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrotið um klukkan tvö í nótt. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki en lögreglan rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×