Innlent

Húsgagnaverslun inn í Hörpu

Harpa.
Harpa.

Epal og rekstrarfélagið Ago ehf. undirrituðu á þriðjudaginn rekstrarleyfissamning til sjö ára.

Samningurinn felur í sér að Epal verði með verslun með innlendar og erlendar hönnunar og gjafavörur í Hörpu, tónlistar-og ráðstefnuhúsinu í Reykjavik samkvæmt tilkynningu frá versluninni.

Eyjólfur Pálsson, framkvæmdarstjóri og eigandi, undirritaði samninginn fyrir hönd Epal og Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri, fyrir hönd Ago ehf.

Nýja verslunin verður staðsett á jarðhæð Hörpu tónlistar og ráðstefnuhúss sem opnar í maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×