Sakar fjármálaráðherra um vonda stjórnsýsluhætti 22. nóvember 2010 20:56 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um vonda stjórnsýslu, vegna afskipta hans af greiðslu bóta til meðferðarheimilisins Árbótar í andstöðu við Barnaverndarstofu. Ráðherra vísar þessu á bug og segir að um eðlilegt samkomulag hafi verið að ræða. Fréttablaðið greinir frá því í dag að gengið hafi verið frá samkomulagi við hjón sem ráku unglingameðferðarheimilið Árbót í Aðaldag 30 milljónir króna í bætur eftir að heimilinu var lokað. En Barnaverndarstofa sagði upp samningi við heimilið eftir að kynferðisbrotamál kom þar upp á síðasta ári. Fréttablaðið segir bæturnar hafa verið greiddar þvert á vilja Barnaverndarstofu og án samráðs við ríkislögmann. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Árni Páll Árnason þáverandi félagsmálaráðherra hafi beitt sér fyrir og gengið frá samkomulaginu. Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag að afgreiðslu málsins vekti furðu, sérstaklega þáttur fjármálaráðherra í málinu. „Fer hann að því virðist með tölvubréfi nokkuð ákveðið inn á verksvið annars ráðherra og hótar að setja málaflokk í gíslingu og knýr þannig fram niðurstöðu í málinu," segir Ólöf Nordal. Þarna vísar Ólöf í bréf sem Steingrímur skrifaði Árna Páli vegna málsins í október síðast liðnum. En Steingrímur segir ekkert óeðlilegt við bréfið. Barnaverndarstofa hafi óskað eftir aðkomu félagsmálaráðuneytis að málinu, eftir að ekki tókst að ná sáttum við rekstraraðilana og hafi félagsmálaráðuneytið gengið frá samkomulaginu. Fjármálaráðuneyti og ríkisstjórn hafi síðan samþykkt það. „Tölvupóstur sá sem ég ritaði í janúar mánuði var hinsvegar vegna þess að við höfðum áhyggjur í af því í fjármálaráðuneytinu að ef illa tækist til í þessu máli gæti orðið um stóraukin viðbótarkostnað að ræða sem vildum þá sjá fagleg rök fyrir áður en lengra væri gengið, og er það ekki það sem þetta snýst um? Að gæta hagsmuna ríkisins í svona málum, ég hélt það," sagði Steingrímur á alþingi í dag. Ólöf sagði að samkvæmt góðum stjórnsýsluháttum hefði átt að leita álits ríkislögmanns á málinu sem ekki hafi verið gert. „Ég get ekki með engu móti fallist á það að þessi aðferðafræði sem þarna hefur verið beitt geti fallist undir góða stjórnsýsluþætti," sagði Ólöf Nordal. Fjármálaráðherra segist einfaldlega með bréfi sínu til félagsmálaráðherra hafa óskað eftir faglegum rökstuðningi fyrir samkomulaginu. „Það er svo önnur saga hvernig sá einkapóstur milli okkar félagsmálaráðherra, er allt í einu kominn í blöðin að því virðist í gegnum Barnaverndarstofu það er örugglega þeirra framlag til þess að skapa sátt og frið um þennan málaflokk," sagði Steingrímur. Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Sjá meira
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um vonda stjórnsýslu, vegna afskipta hans af greiðslu bóta til meðferðarheimilisins Árbótar í andstöðu við Barnaverndarstofu. Ráðherra vísar þessu á bug og segir að um eðlilegt samkomulag hafi verið að ræða. Fréttablaðið greinir frá því í dag að gengið hafi verið frá samkomulagi við hjón sem ráku unglingameðferðarheimilið Árbót í Aðaldag 30 milljónir króna í bætur eftir að heimilinu var lokað. En Barnaverndarstofa sagði upp samningi við heimilið eftir að kynferðisbrotamál kom þar upp á síðasta ári. Fréttablaðið segir bæturnar hafa verið greiddar þvert á vilja Barnaverndarstofu og án samráðs við ríkislögmann. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Árni Páll Árnason þáverandi félagsmálaráðherra hafi beitt sér fyrir og gengið frá samkomulaginu. Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag að afgreiðslu málsins vekti furðu, sérstaklega þáttur fjármálaráðherra í málinu. „Fer hann að því virðist með tölvubréfi nokkuð ákveðið inn á verksvið annars ráðherra og hótar að setja málaflokk í gíslingu og knýr þannig fram niðurstöðu í málinu," segir Ólöf Nordal. Þarna vísar Ólöf í bréf sem Steingrímur skrifaði Árna Páli vegna málsins í október síðast liðnum. En Steingrímur segir ekkert óeðlilegt við bréfið. Barnaverndarstofa hafi óskað eftir aðkomu félagsmálaráðuneytis að málinu, eftir að ekki tókst að ná sáttum við rekstraraðilana og hafi félagsmálaráðuneytið gengið frá samkomulaginu. Fjármálaráðuneyti og ríkisstjórn hafi síðan samþykkt það. „Tölvupóstur sá sem ég ritaði í janúar mánuði var hinsvegar vegna þess að við höfðum áhyggjur í af því í fjármálaráðuneytinu að ef illa tækist til í þessu máli gæti orðið um stóraukin viðbótarkostnað að ræða sem vildum þá sjá fagleg rök fyrir áður en lengra væri gengið, og er það ekki það sem þetta snýst um? Að gæta hagsmuna ríkisins í svona málum, ég hélt það," sagði Steingrímur á alþingi í dag. Ólöf sagði að samkvæmt góðum stjórnsýsluháttum hefði átt að leita álits ríkislögmanns á málinu sem ekki hafi verið gert. „Ég get ekki með engu móti fallist á það að þessi aðferðafræði sem þarna hefur verið beitt geti fallist undir góða stjórnsýsluþætti," sagði Ólöf Nordal. Fjármálaráðherra segist einfaldlega með bréfi sínu til félagsmálaráðherra hafa óskað eftir faglegum rökstuðningi fyrir samkomulaginu. „Það er svo önnur saga hvernig sá einkapóstur milli okkar félagsmálaráðherra, er allt í einu kominn í blöðin að því virðist í gegnum Barnaverndarstofu það er örugglega þeirra framlag til þess að skapa sátt og frið um þennan málaflokk," sagði Steingrímur.
Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Sjá meira