Lífið

Hot Yoga sérfræðingur væntanlegur til Íslands

Jimmy Barkan og Lana Vogestad. MYND/einkasafn Lönu
Jimmy Barkan og Lana Vogestad. MYND/einkasafn Lönu

Heimsfrægur Hot Yoga sérfræðingur, Jimmy Barkan, kemur til Íslands 9.-12.september næstkomandi í þeim tilgangi að fræða Íslendinga um Hot Yoga íþróttina.

Við höfðum samband við Hot Yoga kennarann Lönu Vogestad í World Class og spurðum hana út í heimsóknina.

„Það er mikill heiður að fá hann til landsins og fá að njóta leiðsagnar hans en Jimmy hefur kennt Hot Yoga síðan 1981. Hann er heimsfrægur sem slíkur."

„Jimmy var upphaflega nemandi hjá Bikram, en sá maður kynnti Hot Yoga fyrir Bandaríkjamönnum. Hann þjálfar kennara í Japan, Ástralíu, víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og rekur tvo Hot Yoga skóla í Flórida auk þess að ferðast um víða veröld og halda námskeið. Auk alls þessa hefur hann þjálfað marga toppíþróttamenn í NFL, NBA, NHL og PGA Tour kylfinga," segir Lana.

Þegar við spyrjum Lönu út í Hot Yoga íþróttina og hvaða áhrif hún hefur á iðkendur svarar hún:

„Hot Yoga hefur margvísleg bætandi áhrif á allan líkamann; bein, vöðva, líffæri og vefi auk þess að hafa góð áhrif á til dæmis einbeitingu, viljastyrk og þolinmæði. Það má því með sanni segja að Hot Yoga geti breytt lífi fólks til batnaðar.

Er þetta námskeið fyrir alla? „Já algjörlega! Jimmy býður alla velkomna, reynda sem óreynda!"

Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×