Handbolti

Haukarnir stóðu sig miklu betur í seinni leiknum - töpuðu með einu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Örn Jónsson
Einar Örn Jónsson Mynd/Stefán

Haukar eru úr leik í EHF-bikarnum í handbolta eftir 23-24 tap á móti Naturhouse La Rioja í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Naturhouse La Rioja vann fyrri leikinn 34-24 og þar með samanlagt 58-47.

Haukarnur endurheimtu Einar Örn Jónsson úr leikbanni í fyrri leiknum og sýndu allt annan og betri leik í kvöld. Haukaliðið var með forustuna stóran hluta leiksins og var 11-10 yfir í hálfleik.

Haukarnir voru með boltann í síðustu sókn leiksins og áttu möguleika að jafna en tókst ekki.

Freyr Brynjarsson og Tjörvi Þorgeirsson voru markahæstir í Haukaliðinu með fjögur mörk hvor en þeir Elías Már Halldórsson, Pétur Pálsson og Björgvin Hólmgeirsson skoruðu allir þrjú mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×