Álfheiður vill svör um eftirlitssveit bandaríska sendiráðsins 8. nóvember 2010 22:31 Álfheiður Ingadóttir. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram tíu spurningar til Ögmundar Jónassonar dómsmálaráðherra vegna eftirlitssveitar sem bandaríska sendiráðið viðurkenndi að halda úti í kvöldfréttum RÚV. Álfheiður óskaði eftir svörum hjá Ögmundi á Alþingi í dag og lofaði hann að kanna málið. Samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu þá fannst ekkert þar á bæ sem renndi stoðum undir skipulega söfnun upplýsinga um íslenska ríkisborgara. Álfheiður óskar eftir því að almenningur verði upplýstur um eðli þessarar starfsemi sem felst hugsanlega í því að skrá persónuupplýsingar í SIMAS-gagnagrunn Bandarískra stjórnvalda og hvort tilskilin leyfi hafa verið veitt fyrir því sem og eftirliti með borgurum í þágu erlends ríkis. Hún hefur lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til dóms- og mannréttindaráðherra vegna mannaferða við Laufásveg og er óskað skriflegra svara: 1. Hversu lengi hefur „eftirlitssveit" á vegum Bandaríkjastjórnar eða sendiráðs Bandaríkjamanna í Reykjavík starfað hér á landi? 2. Hafa stjórnvöld eða lögregluyfirvöld haft vitneskju um starfsemina og þá síðan hvenær? 3. Hversu margir starfsmenn vinna við þessa iðju og hvar eru þeir staðsettir? 4. Hvaða svæði er vaktað? 5. Hvers kyns heimildir hafa verið veittar fyrir þessa starfsemi Bandaríkjamanna, hver veitti heimildina og hvenær? 6. Hafa Bandaríkjamönnum eða starfsmönnum þeirra verið veitt tilskilin leyfi, m.a. Persónuverndar, til að safna upplýsingum um íslenska ríkisborgara og skrá í gagnagrunn sem rekinn er á vegum erlends ríkis? 8. Hvaða reglur gilda um geymslu og eyðingu þeirra gagna sem safnað er á vegum „eftirlitssveitarinnar" og skráð eru í SIMAS-gagnagrunn bandarískra stjórnvalda? 9. Hvernig er eftirliti íslenskra stjórnvalda með þessari starfsemi háttað? 10. Telur dóms- og mannréttindaráðherra að starfsemi sveitarinnar standist lög og að mannréttindi og persónufrelsi íbúa í nágrenni bandaríska sendiráðsins séu virt? Tengdar fréttir Ekki kunnugt um njósnir - eftirlitssveit samt starfrækt Utanríkisráðuneytinu er ekki kunnugt um að bandaríska sendiráðið njósni um Íslendinga líkt og hefur gerst á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins til Vísis. 8. nóvember 2010 18:16 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram tíu spurningar til Ögmundar Jónassonar dómsmálaráðherra vegna eftirlitssveitar sem bandaríska sendiráðið viðurkenndi að halda úti í kvöldfréttum RÚV. Álfheiður óskaði eftir svörum hjá Ögmundi á Alþingi í dag og lofaði hann að kanna málið. Samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu þá fannst ekkert þar á bæ sem renndi stoðum undir skipulega söfnun upplýsinga um íslenska ríkisborgara. Álfheiður óskar eftir því að almenningur verði upplýstur um eðli þessarar starfsemi sem felst hugsanlega í því að skrá persónuupplýsingar í SIMAS-gagnagrunn Bandarískra stjórnvalda og hvort tilskilin leyfi hafa verið veitt fyrir því sem og eftirliti með borgurum í þágu erlends ríkis. Hún hefur lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til dóms- og mannréttindaráðherra vegna mannaferða við Laufásveg og er óskað skriflegra svara: 1. Hversu lengi hefur „eftirlitssveit" á vegum Bandaríkjastjórnar eða sendiráðs Bandaríkjamanna í Reykjavík starfað hér á landi? 2. Hafa stjórnvöld eða lögregluyfirvöld haft vitneskju um starfsemina og þá síðan hvenær? 3. Hversu margir starfsmenn vinna við þessa iðju og hvar eru þeir staðsettir? 4. Hvaða svæði er vaktað? 5. Hvers kyns heimildir hafa verið veittar fyrir þessa starfsemi Bandaríkjamanna, hver veitti heimildina og hvenær? 6. Hafa Bandaríkjamönnum eða starfsmönnum þeirra verið veitt tilskilin leyfi, m.a. Persónuverndar, til að safna upplýsingum um íslenska ríkisborgara og skrá í gagnagrunn sem rekinn er á vegum erlends ríkis? 8. Hvaða reglur gilda um geymslu og eyðingu þeirra gagna sem safnað er á vegum „eftirlitssveitarinnar" og skráð eru í SIMAS-gagnagrunn bandarískra stjórnvalda? 9. Hvernig er eftirliti íslenskra stjórnvalda með þessari starfsemi háttað? 10. Telur dóms- og mannréttindaráðherra að starfsemi sveitarinnar standist lög og að mannréttindi og persónufrelsi íbúa í nágrenni bandaríska sendiráðsins séu virt?
Tengdar fréttir Ekki kunnugt um njósnir - eftirlitssveit samt starfrækt Utanríkisráðuneytinu er ekki kunnugt um að bandaríska sendiráðið njósni um Íslendinga líkt og hefur gerst á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins til Vísis. 8. nóvember 2010 18:16 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira
Ekki kunnugt um njósnir - eftirlitssveit samt starfrækt Utanríkisráðuneytinu er ekki kunnugt um að bandaríska sendiráðið njósni um Íslendinga líkt og hefur gerst á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins til Vísis. 8. nóvember 2010 18:16