Innlent

Vörubílsdekk skall framan á smábíl - bíllinn gjörónýtur

Bíllinn er gjörónýtur eins og sjá má á þessari mynd sem lögreglan tók á vettvangi.
Bíllinn er gjörónýtur eins og sjá má á þessari mynd sem lögreglan tók á vettvangi.

Ökumaður og farþegi í litlum fólksbíl, sluppu ótrúlega vel, að sögn lögreglu, eftir að dekk og felga losnuðu undan stórum vörubíl, sem þau voru að mæta rétt norðan við Hvalfjarðargöngin um níu leitið í gærkvöldi, og þeyttist á fullri ferð beint framan á bíl þeirra.

Höggið var svo mikið að líknarbelgir í bílnum blésu út og vörðu fólkið, en bíllinn er gjörónýtur, enda felgan og dekkið vel á annað hundrað kíló að þyngd.

Fólkið var flutt til skoðunar á sjúkarhúsið Akranesi, en reyndist ómeitt. Illa hertar rær virtust hafa losnað af felgunni með þessum afleiðingum, og var innra dekkið og felgan við að að detta undan líka, þegar vörubíllinn nam loks staðar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×