Innlent

Skítamál tekur á sig nýja mynd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvikið átti sér stað í rútu sem var á leið til Akureyrar.
Atvikið átti sér stað í rútu sem var á leið til Akureyrar.
Nú liggur fyrir að nemendur sem sakaðir voru um að hafa látð dólgslega í rútu sem flutti þau að framhaldsskóla á Akureyri á dögunum voru hafðir fyrir rangri sök.

Nemendurnir voru meðal annars sakaðir um að hafa dreift kartöfluflögum og öðrum matarleyfum um bílinn auk þess að hafa kúkað í bílinn. Það var héraðsfréttavefurinn Feykir sem sagði frá þessu. Í morgun greindi Feykir svo frá því að nemendurnir sem sakaðir voru um verknaðinn sátu ekki þar sem umræddur verknaður átti sér stað.

Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og fólks, segir málið afskaplega viðkvæmt þar sem hugsanlegt er að um sé að ræða barn eða vanheilan einstakling. „Málið var ekki og verður ekki kært og við erum að reyna að komast til botns í þessu. Nemendur eiga engan þátt í þessu og hafa verið afskaplega jákvæð við að upplýsa málið með okkur. Við höfum sent þeim bréf í skólana varðandi þetta mál," segir Óskar.




Tengdar fréttir

Menntaskólakrakkar kúkuðu í rútu á leið til Akureyrar

„Ég keyrði sjálfur þessa leið í 25 ár og ég varð aldrei var við neitt slíkt öll þau ár, og ég keyrði þessa leið á hverjum degi liggur við,“ segir Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf., sem aka á milli Akureyrar og Reykjavíkur undir merkjum Sterna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×