Innlent

Fáfróðir um íslensk stjórnmál

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tekur ekki undir áhyggjur bandarískra sendiráðsstarfsmanna um að Kínverjar stundi iðnaðarnjósnir hér á landi. Hann segir að Wikileaks skjölin opinberi vanþekkingu Bandaríkjamanna á íslensku stjórnmálum.

Össur telur ólíklegt að Kínverjar eða önnur stórveldi stundi iðnaðarnjósnir hér á landi. „Ég hef ekki áhyggjur af því enda veit ég ekki hvað gæti verið sem væri svo mikilvægt að erlent stórveldi væri hér með njósnakerfi með öllu sem því fylgir. En það kemur líka fram í þeim póstum sem þú ert að vísa í að þessi stórveldi sem hafa fulltrúa og sendirráð hér á landi að þau virðast vera það ríkara í huga að fylgjast hvert með öðru heldur en Íslendingum."

Össur telur að Wikileaks skjölin opinberi vanþekkingu bandarískra sendiráðsstarfsmanna á íslenskum stjórnmálum.

„Það vekur líka eftirtekt mína hvað mér finnast þessir textar benda til þess að þeir sem skrifa séu ekki mjög læsir á íslensk stjórnmál og það kemur mér svolítið á óvart. Það sem ég hef séð bitastæðast úr þessu varðandi pólitísku stöðuna eru aðallega komment sem þeir hafa eftir öðrum sendiherrum sem eru þá að mér finnst miðað við kommentin svona töluvert næmari á stöðuna en þeir," segir Össur.




Tengdar fréttir

Wikileaks: Telja Kína stunda iðnnjósnir hér

Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington.

DeCode vill lögreglurannsókn á meintum njósnum Kínverja

Íslensk erfðagreining ætlar að óska eftir því að ríkislögreglustjóri rannsaki sérstaklega hvort Kínverjar hafi njósnað skipulega um starfsemi fyrirtækisins. Ekkert bendir þó til þess að óviðkomandi aðilum hafi tekist að brjótast inn í gagnagrunna fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×