Innlent

Það vantar blóð í Blóðbankann

Blóðgjöf. Myndin er úr safni.
Blóðgjöf. Myndin er úr safni.

Það vantar blóð í Blóðbankann en í tilkynningu segir að það hafi skapast mikil og rík þörf fyrir blóðhluta á sjúkrahúsunum vegna sjúkdóma, bráðra veikinda, aðgerða og slysa á síðustu dögum og vikum.

Því er sú staða komin upp að Blóðbankinn biður almenning að bregðast við kalli sínu og gefa blóð.

„Við þurfum að bæta lagerstöðuna hjá okkur fyrir jól og áramót," segir í tilkynningunni.

Þegar Blóðbankinn sendir áskorun af þessu tagi, þá eru ríkar ástæður að baki. Blóðbankinn sinnir heilbrigðisstofnunum um land allt. Á þessum árstíma reynist Blóðbankanum oft erfitt að halda uppi nægum blóðhlutabirgðum.

Það er því mikilsvert að Blóðbankinn eigi nægar birgðir af blóðhlutum á hverjum tíma.

Athugið að Blóðbankinn leggur sérstaka áherslu á að fá virka blóðgjafa í öllum blóðflokkum til að koma sem fyrst. Nýir blóðgjafar eru vinsamlegast beðnir um að koma í næstu viku.

Næstu daga er Blóðbankinn Snorrabraut opinn sem hér segir:

mánudagur 22.11. klukkan 11-19

þriðjudagur 23.11 klukkan 8-15

miðvikudagur 24.11 klukkan 8-15

fimmtudagur 25.11 klukkan 8-19

Blóðbankabíllinn er við Ráðhúsið á Akranesi þriðjudaginn 23.nóvember frá klukkan 10-17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×