Innlent

Fangelsisstjóri tímabundið leystur frá störfum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Kvíabryggju.
Frá Kvíabryggju.
Geirmundi Vilhjálmssyni, forstöðumanni í fangelsinu Kvíabryggju, hefur verið veitt tímabundin lausn frá störfum á meðan að Ríkisendurskoðun kannar bókhald fangelsins. Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins.

Þar segir að Fangelsismálastofnun hafi vakið athygli dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á aðfinnslum sem stofnunin hafi gert við fjárreiður og bókhald fangelsisins að Kvíabryggju. Ráðuneytið hafi rætt málið við forstöðumann fangelsisins og hann hafi í framhaldi óskað eftir því að Ríkisendurskoðun verði falið að fara yfir bókhaldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×