Erlent

Hótanir magnast á báða bóga á Kóreuskaga

Heræfingar Suður-Kóreuher sýnir Norður-Kóreu mátt sinn.fréttablaðið/AP
Heræfingar Suður-Kóreuher sýnir Norður-Kóreu mátt sinn.fréttablaðið/AP
Gagnkvæmar hótanir Suður- og Norður-Kóreu mögnuðust jafnt og þétt í gær þegar suður-kóreski herinn efndi til mikilla heræfinga skammt frá landamærum Norður-Kóreu.

Heræfingarnar virðast til þess ætlaðar að gera Norður-Kóreumenn fráhverfa því, að gera árásir á Suður-Kóreu á borð við þær sem þeir gerðu í síðasta mánuði á eyjuna Yeongpyeong. Með æfingunum sýni suður-kóreski herinn fram á getu sína.

Norður-Kóreumenn sögðust hins vegar ekki ætla að láta bjóða sér neina ögrun og hóta heilögu stríði, jafnvel kjarnorkuárás, ef Suður-Kórea lætur sér ekki segjast.

Suður-Kóreuher hefur fyrir sitt leyti hótað grimmilegum hefndum ef Norður-Kórea gerir alvöru úr hótunum sínum.

Flest benti til þess að hótanirnar yrðu látnar duga og að hvorki Norður- né Suður-Kórea hefði áhuga á að gera alvöru úr þeim.

Norður-Kórea er engu að síður talin ráða yfir plútóni í nægilega miklum mæli til að duga í að minnsta kosti sex kjarnorkusprengjur.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×