Íslenska golflandsliðið í 26. sæti fyrsta dag á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2010 10:30 Íslenska karlalandsliðið í golfi. Mynd/golf.is Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 26. til 32. sæti eftir fyrsta dag í Heimsmeistarakeppni karlalandsliða í golfi sem hófst í gær í Argentínu. Íslenska liðið lék á 147 höggum eða fimm yfir pari og er tíu höggum á eftir Frökkum sem eru í efsta sæti. Ólafur Loftsson úr NK lék á 73 höggum, Hlynur Geir Hjartarson úr GK lék á 74 og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR á 75 höggum. Íslenska liðið er í ráshóp með Bandaríkjunum og Argentínu á öðrum deginum í dag. Keppnisdagarnir eru fjórir eða frá fimmtudegi til sunnudags, hver leikmaður spilar fjóra 18 holu einn hvern dag, tvö bestu skor dagsins hjá hverju liði telja. „Við misstum aðeins dampinn á seinni níu eftir þokkalegt gengi á fyrri en Hlynur endaði á fugli og Óli á erni þannig að útkoman varð betri á horfðist. Hlynur var að leika gott golf frá teig á flöt en púttin aðeins að stríða honum í dag," sagði Ragnar Ólafson, liðsstjóri, í samtali við golf.is. "Það verður spennandi dagur á morgun með heimamönnum og USA, eina sem skyggir á þetta er veðurspáin en gert er ráð fyrir stormi á morgun," sagði Ragnar. Golf Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 26. til 32. sæti eftir fyrsta dag í Heimsmeistarakeppni karlalandsliða í golfi sem hófst í gær í Argentínu. Íslenska liðið lék á 147 höggum eða fimm yfir pari og er tíu höggum á eftir Frökkum sem eru í efsta sæti. Ólafur Loftsson úr NK lék á 73 höggum, Hlynur Geir Hjartarson úr GK lék á 74 og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR á 75 höggum. Íslenska liðið er í ráshóp með Bandaríkjunum og Argentínu á öðrum deginum í dag. Keppnisdagarnir eru fjórir eða frá fimmtudegi til sunnudags, hver leikmaður spilar fjóra 18 holu einn hvern dag, tvö bestu skor dagsins hjá hverju liði telja. „Við misstum aðeins dampinn á seinni níu eftir þokkalegt gengi á fyrri en Hlynur endaði á fugli og Óli á erni þannig að útkoman varð betri á horfðist. Hlynur var að leika gott golf frá teig á flöt en púttin aðeins að stríða honum í dag," sagði Ragnar Ólafson, liðsstjóri, í samtali við golf.is. "Það verður spennandi dagur á morgun með heimamönnum og USA, eina sem skyggir á þetta er veðurspáin en gert er ráð fyrir stormi á morgun," sagði Ragnar.
Golf Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira