Erlent

Verkfall lamar flugumferð

Frá Barajas flugvellinum í Madrid í morgun.
Frá Barajas flugvellinum í Madrid í morgun. Mynd/AP

Fjölmörg flugfélög hafa aflýst ferðum til og frá Spáni í dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra. Fyrir vikið eru þúsundir ferðamanna strandaglópar í landinu.

Spænski herinn hefur tekið yfir flugumferðastjórn landsins eftir að flugumferðarstjórar hófu allsherjar verkfall í gær. 330 þúsund farþegar urðu fyrir töfum vegna aðgerðanna. Stjórnvöld neyddust til að loka alþjóðaflugvellinum í Madríd höfuðborg landsins ásamt sjö öðrum flugvöllum.

Ástandið er sérstaklega bagalegt vegna þess að þessi helgi er mikil fríhelgi á Spáni. Þegar verkfall flugumferðarstjóranna hafði staðið yfir í sex klukkustundir tilkynnti Alfredo Rubalcaba, aðstoðarforsætisráðherra landsins, að herinn tæki yfir alla flugumferðarstjórn í landinu. Ef ekki næst lausn á kjaradeilunni í dag, hefur forsætisráðherrann Jose Luis Rodriguez Zapatero lýst því yfir að sett verði neyðarlög til að þvinga flugumferðarstjóranna aftur til starfa.

Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, lét herin einnig taka yfir flugumferðarstjórn á sínum tíma þegar flugumferðarstjórar fóru í verkfall og lét svo reka alla þá sem tóku þátt í verkfallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×