Erlent

Átta hjólreiðamenn biðu bana

MYND/AP

Átta hjólreiðamenn biðu bana á Ítalíu um helgina þegar Mercedes Benz bifreið var ekið inn í hópinn á mikilli ferð. Hjólreiðamennirnir æfðu í líkamsræktarstöð í grennd við slysstaðinn.

Ökumaður bílsins var frá Marokkó. Hann var bæði undir áhrifum fíkniefna og hafði verið sviptur ökuleyfi fyrir sjö mánuðum fyrir hættulegan akstur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×