Innlent

Fann stolnu dekkin á Barnalandi

Fjórum hjólbörðum var stolið á Selfossi á dögunum. Eigandinn sá þá síðan auglýsta á Barnalandi og lét lögreglu undir eins vita. Í tilkynningu segir að þegar í stað hafi verðið gerðar ráðstafanir til að komast að því hver væri með hjólbarðana. „Leitað var til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um aðstoð við það verk sem leiddi til þess að hjólbarðarnir fundust," segir einnig en einn maður var handtekinn í tengslum við málið. Sá gaf þá skýringu að hann hefði fundið hjólbarðana á víðavangi.

„Samvinna þessara tveggja lögregluliða bar hér góðan ávöxt," segir ennfremur í tilkynningunni og að lokum vitnar lögreglumaðurinn í Einar Benediktsson: „Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×