Hraunfossinn stórkostlegt náttúrufyrirbæri Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2010 18:45 Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb.Við nálgumst hér gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi úr suðri og þetta eru fyrstur myndir sem teknar eru af jarðeldinum úr þyrlu, en það var fyrst í dag sem veður leyfði þyrluflug svo nærri gígunum. Það er Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi, sem flýgur þyrlunni en kvikmyndatökurmaður um borð er Jón Þór Víglundsson.Sprungan virðist hafa styst frá upphafi gossins, nú sjást fjórir til fimm gosstrókar en fyrstu dagana voru þeir tíu til tólf talsins. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur var meðal jarðvísindamanna frá Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands sem skoðuðu gosstöðvarnar í dag. Haraldur segir gosið stöðugt og að ekkert hafi dregið úr því. Sprungan sé að þrengjast, færri gígar en stærri, og hraunrennslið sé það sama.Gígarnir spúðu ösku og glóandi kviku í yfir eitthundrað metra hæð. "Þetta er það besta sem maður kemst í," segir Haraldur. Hann segir mikið gasstreymi úr gígunum. "Það er eins og risastórar þotuvélar sem þeyta upp kvikunni mjög hátt upp, 100 metra hæð," segir hann.Mynd/Anton BrinkMeginhrauntungan liggur til austur og norðaustur frá gígunum og sjá má stikurnar sem merkja gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls en hraunið er nú komið yfir gönguleiðina á um eins kílómetra breiðu belti. En nú skulum sjá stórkostlegt fyrirbæri en þvílíkt og annað eins hafa núlifandi menn aldrei orðið vitni að áður í gosssögu Íslands, hvað þá að náðst hafi að kvikmynda svo mikilfenglegan atburð. Glóandi hrauneðjan hefur hér myndað magnaðan hraunfoss sem steypist ofan í hið hrikalega Hrunagil skammt frá Heljarkambi.Haraldur segir að þetta sé einn hæsti foss á Íslandi, hann sé ekki vatnsfoss heldur hraunfoss, og sennilega hátt í 200 metra hár. Haraldur, sem í áratugi hefur skoðað tugi eldgosa víða um heim, kveðst aldrei hafa séð svo háan hraunfoss. Hann hafi séð hraunfossa á Hawaii en þeir hæstu voru 10-20 metra háir. Þessi íslenski hraunfoss sé alveg stórkostlegur.Vísindamennirnir náðu í leiðangri sínum að taka sýni og meta eðli kvikunnar. Hún er talin milli 1150 og 1200 stiga heit. Efnagreining sýnir að hún sé svipuð þeirri úr Vestmannaeyjum, þó ekki Heimaeyjargosinu heldur Surtseyjargosinu, að sögn Haraldar.Hann spáir því að gosið standi í einhverjar vikur eða mánuði. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb.Við nálgumst hér gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi úr suðri og þetta eru fyrstur myndir sem teknar eru af jarðeldinum úr þyrlu, en það var fyrst í dag sem veður leyfði þyrluflug svo nærri gígunum. Það er Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi, sem flýgur þyrlunni en kvikmyndatökurmaður um borð er Jón Þór Víglundsson.Sprungan virðist hafa styst frá upphafi gossins, nú sjást fjórir til fimm gosstrókar en fyrstu dagana voru þeir tíu til tólf talsins. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur var meðal jarðvísindamanna frá Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands sem skoðuðu gosstöðvarnar í dag. Haraldur segir gosið stöðugt og að ekkert hafi dregið úr því. Sprungan sé að þrengjast, færri gígar en stærri, og hraunrennslið sé það sama.Gígarnir spúðu ösku og glóandi kviku í yfir eitthundrað metra hæð. "Þetta er það besta sem maður kemst í," segir Haraldur. Hann segir mikið gasstreymi úr gígunum. "Það er eins og risastórar þotuvélar sem þeyta upp kvikunni mjög hátt upp, 100 metra hæð," segir hann.Mynd/Anton BrinkMeginhrauntungan liggur til austur og norðaustur frá gígunum og sjá má stikurnar sem merkja gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls en hraunið er nú komið yfir gönguleiðina á um eins kílómetra breiðu belti. En nú skulum sjá stórkostlegt fyrirbæri en þvílíkt og annað eins hafa núlifandi menn aldrei orðið vitni að áður í gosssögu Íslands, hvað þá að náðst hafi að kvikmynda svo mikilfenglegan atburð. Glóandi hrauneðjan hefur hér myndað magnaðan hraunfoss sem steypist ofan í hið hrikalega Hrunagil skammt frá Heljarkambi.Haraldur segir að þetta sé einn hæsti foss á Íslandi, hann sé ekki vatnsfoss heldur hraunfoss, og sennilega hátt í 200 metra hár. Haraldur, sem í áratugi hefur skoðað tugi eldgosa víða um heim, kveðst aldrei hafa séð svo háan hraunfoss. Hann hafi séð hraunfossa á Hawaii en þeir hæstu voru 10-20 metra háir. Þessi íslenski hraunfoss sé alveg stórkostlegur.Vísindamennirnir náðu í leiðangri sínum að taka sýni og meta eðli kvikunnar. Hún er talin milli 1150 og 1200 stiga heit. Efnagreining sýnir að hún sé svipuð þeirri úr Vestmannaeyjum, þó ekki Heimaeyjargosinu heldur Surtseyjargosinu, að sögn Haraldar.Hann spáir því að gosið standi í einhverjar vikur eða mánuði.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira