Hörð gagnrýni á reikningsskil og fjármálastjórn ríkisins 6. desember 2010 14:13 Ríkisendurskoðun hefur sett fram harða gagnrýni á reikningsskil og fjármálastjórn ríkisins. Gagnrýnt er að ekki skuli getið um tilteknar skuldbindingar í ríkisreikningi. Athugasemd er gerð við ráðstöfun fjár sem fékkst við sölu Lánasjóðs landbúnaðarins og að ekki sé ljóst á hvaða lagaheimild framlag til endurreisnar Sjóvár byggðist svo dæmi séu tekin. Þá telur Ríkisendurskoðun að ekki hafi nógu vel verið staðið að framkvæmd tilmæla ríkisstjórnarinnar um launalækkun en vel hafi verið staðið að framkvæmd ákvörðunar um uppsögn aksturssamninga Þetta kemur fram í skýrslunni, „Endurskoðun ríkisreiknings 2009“ en þar eru gerðar ýmsar athugasemdir við reikningsskil og fjármálastjórn ríkisins. Meðal annars er gagnrýnt að ekki skuli í ríkisreikningi getið um verulegar fjárhagslegar skuldbindingar sem ríkissjóður tók á sig á síðasta ári vegna yfirtöku banka á innstæðum í föllnum fjármálafyrirtækjum. Þá er gerð alvarleg athugasemd við þá ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins árið 2005 að verja fé sem fékkst við sölu á Lánasjóði landbúnaðarins, rúmlega 214 milljónum króna, til kaupa á bankabréfum hjá Kaupþingi. Við hrun bankans árið 2008 voru bréfin skilgreind sem almennar viðskiptakröfur og benda líkur til þess að féð sé nú að verulegu leyti glatað. Að mati Ríkisendurskoðunar er brýnt að settar verði skýrar og samræmdar reglur um eignaumsýslu ríkissjóðs. Á síðasta ári lagði ríkissjóður fram 11,6 milljarða króna í tengslum við endurreisn vátryggingafélagsins Sjóvár. Ríkisendurskoðun telur ekki ljóst við hvaða lagaheimild fjármálaráðherra studdist þegar ákvörðun um framlagið var tekin. Að mati stofnunarinnar er tímabært að endurskoða þann lagagrunn sem þátttaka ríkissjóðs í endurskipulagningu fjármálafyrirtækja hefur hingað til byggst á. Vildu lækka laun Sumarið 2009 beindi ríkisstjórnin þeim tilmælum til ráðuneyta og stofnana að þau lækkuðu laun umfram 400 þúsund kr. á mánuði. Könnun Ríkisendurskoðunar leiddi í ljós að fjölmargar stofnanir urðu ekki við þessum tilmælum. Í skýrslunni er gagnrýnt hvernig fjármálaráðuneytið og önnur ráðuneyti stóðu að því að kynna þau og leiðbeina um framkvæmd þeirra. Hins vegar kemur fram að vel hafi tekist að framfylgja ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá sama tíma um að segja upp öllum aksturssamningum við ríkisstarfsmenn. Í skýrslunni kemur fram að um fimmtungur tekna ríkisins af virðisaukaskatti árið 2009 hafi byggst á áætlunum sem gerðar eru ef framteljandi skilar ekki skýrslu. Slíkar áætlanir eiga m.a. að hvetja framteljendur til að standa skil á skýrslum. Að mati Ríkisendurskoðunar er ljóst að þær hafa einungis takmörkuð áhrif að þessu leyti. Huga þarf að öðrum úrræðum til að bæta skilin. Ýmsar fleiri athugasemdir er að finna í skýrslunni sem m.a. snúa að innheimtu skammtímakrafna, öryggi upplýsingakerfa ríkisins og reglum um markaðar tekjur. Þess má að lokum geta að endurskoðun ríkisreiknings 2009 náði m.a. til yfir 300 fjárlagaliða, stofnana, fyrirtækja, sjóða og hlutafélaga í eigu ríkisins af samtals tæplega 500. Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun óskar upplýsinga um meðferðarheimili Ríkisendurskoðun er byrjuð að rannsaka málefni meðferðarheimila fyrir börn eftir að Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að samið hefði verið við aðstandendur meðferðarheimilisins Árbótar um bætur vegna lokunar heimilisins. Þetta staðfesti Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, í samtali við Vísi. 29. nóvember 2010 15:36 Meðferðarheimili skoðuð allt aftur til ársins 1996 Ríkisendurskoðun hefur hafið athugun á samningum við meðferðarheimili og starfslokum þeirra. Stofnunin sendi bréf á Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir helgi og óskaði eftir öllum gögnum sem varða samninga við meðferðarheimili barna frá árinu 1996 og samningslok þar sem það á við. 30. nóvember 2010 06:00 Ríkisendurskoðun: Ámælisvert að færa ekki björgun Sjóvár til bókar Ríkisendurskoðun hefur óskað eftir því við fjármálaráðuneytið að það geri grein fyrir þeirri lagaheimild sem byggt var á við ákvörðun um eiginfjárframlag ríkisins til SAT eignarhaldsfélags hf., sem er í eigu ríksins, vegna björgunaraðgerða handa Sjóvá eftir hrun. Ríkið reiddi fram 11,6 milljarða til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot Sjóvár. 6. desember 2010 14:48 Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur sett fram harða gagnrýni á reikningsskil og fjármálastjórn ríkisins. Gagnrýnt er að ekki skuli getið um tilteknar skuldbindingar í ríkisreikningi. Athugasemd er gerð við ráðstöfun fjár sem fékkst við sölu Lánasjóðs landbúnaðarins og að ekki sé ljóst á hvaða lagaheimild framlag til endurreisnar Sjóvár byggðist svo dæmi séu tekin. Þá telur Ríkisendurskoðun að ekki hafi nógu vel verið staðið að framkvæmd tilmæla ríkisstjórnarinnar um launalækkun en vel hafi verið staðið að framkvæmd ákvörðunar um uppsögn aksturssamninga Þetta kemur fram í skýrslunni, „Endurskoðun ríkisreiknings 2009“ en þar eru gerðar ýmsar athugasemdir við reikningsskil og fjármálastjórn ríkisins. Meðal annars er gagnrýnt að ekki skuli í ríkisreikningi getið um verulegar fjárhagslegar skuldbindingar sem ríkissjóður tók á sig á síðasta ári vegna yfirtöku banka á innstæðum í föllnum fjármálafyrirtækjum. Þá er gerð alvarleg athugasemd við þá ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins árið 2005 að verja fé sem fékkst við sölu á Lánasjóði landbúnaðarins, rúmlega 214 milljónum króna, til kaupa á bankabréfum hjá Kaupþingi. Við hrun bankans árið 2008 voru bréfin skilgreind sem almennar viðskiptakröfur og benda líkur til þess að féð sé nú að verulegu leyti glatað. Að mati Ríkisendurskoðunar er brýnt að settar verði skýrar og samræmdar reglur um eignaumsýslu ríkissjóðs. Á síðasta ári lagði ríkissjóður fram 11,6 milljarða króna í tengslum við endurreisn vátryggingafélagsins Sjóvár. Ríkisendurskoðun telur ekki ljóst við hvaða lagaheimild fjármálaráðherra studdist þegar ákvörðun um framlagið var tekin. Að mati stofnunarinnar er tímabært að endurskoða þann lagagrunn sem þátttaka ríkissjóðs í endurskipulagningu fjármálafyrirtækja hefur hingað til byggst á. Vildu lækka laun Sumarið 2009 beindi ríkisstjórnin þeim tilmælum til ráðuneyta og stofnana að þau lækkuðu laun umfram 400 þúsund kr. á mánuði. Könnun Ríkisendurskoðunar leiddi í ljós að fjölmargar stofnanir urðu ekki við þessum tilmælum. Í skýrslunni er gagnrýnt hvernig fjármálaráðuneytið og önnur ráðuneyti stóðu að því að kynna þau og leiðbeina um framkvæmd þeirra. Hins vegar kemur fram að vel hafi tekist að framfylgja ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá sama tíma um að segja upp öllum aksturssamningum við ríkisstarfsmenn. Í skýrslunni kemur fram að um fimmtungur tekna ríkisins af virðisaukaskatti árið 2009 hafi byggst á áætlunum sem gerðar eru ef framteljandi skilar ekki skýrslu. Slíkar áætlanir eiga m.a. að hvetja framteljendur til að standa skil á skýrslum. Að mati Ríkisendurskoðunar er ljóst að þær hafa einungis takmörkuð áhrif að þessu leyti. Huga þarf að öðrum úrræðum til að bæta skilin. Ýmsar fleiri athugasemdir er að finna í skýrslunni sem m.a. snúa að innheimtu skammtímakrafna, öryggi upplýsingakerfa ríkisins og reglum um markaðar tekjur. Þess má að lokum geta að endurskoðun ríkisreiknings 2009 náði m.a. til yfir 300 fjárlagaliða, stofnana, fyrirtækja, sjóða og hlutafélaga í eigu ríkisins af samtals tæplega 500.
Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun óskar upplýsinga um meðferðarheimili Ríkisendurskoðun er byrjuð að rannsaka málefni meðferðarheimila fyrir börn eftir að Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að samið hefði verið við aðstandendur meðferðarheimilisins Árbótar um bætur vegna lokunar heimilisins. Þetta staðfesti Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, í samtali við Vísi. 29. nóvember 2010 15:36 Meðferðarheimili skoðuð allt aftur til ársins 1996 Ríkisendurskoðun hefur hafið athugun á samningum við meðferðarheimili og starfslokum þeirra. Stofnunin sendi bréf á Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir helgi og óskaði eftir öllum gögnum sem varða samninga við meðferðarheimili barna frá árinu 1996 og samningslok þar sem það á við. 30. nóvember 2010 06:00 Ríkisendurskoðun: Ámælisvert að færa ekki björgun Sjóvár til bókar Ríkisendurskoðun hefur óskað eftir því við fjármálaráðuneytið að það geri grein fyrir þeirri lagaheimild sem byggt var á við ákvörðun um eiginfjárframlag ríkisins til SAT eignarhaldsfélags hf., sem er í eigu ríksins, vegna björgunaraðgerða handa Sjóvá eftir hrun. Ríkið reiddi fram 11,6 milljarða til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot Sjóvár. 6. desember 2010 14:48 Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Ríkisendurskoðun óskar upplýsinga um meðferðarheimili Ríkisendurskoðun er byrjuð að rannsaka málefni meðferðarheimila fyrir börn eftir að Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að samið hefði verið við aðstandendur meðferðarheimilisins Árbótar um bætur vegna lokunar heimilisins. Þetta staðfesti Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, í samtali við Vísi. 29. nóvember 2010 15:36
Meðferðarheimili skoðuð allt aftur til ársins 1996 Ríkisendurskoðun hefur hafið athugun á samningum við meðferðarheimili og starfslokum þeirra. Stofnunin sendi bréf á Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir helgi og óskaði eftir öllum gögnum sem varða samninga við meðferðarheimili barna frá árinu 1996 og samningslok þar sem það á við. 30. nóvember 2010 06:00
Ríkisendurskoðun: Ámælisvert að færa ekki björgun Sjóvár til bókar Ríkisendurskoðun hefur óskað eftir því við fjármálaráðuneytið að það geri grein fyrir þeirri lagaheimild sem byggt var á við ákvörðun um eiginfjárframlag ríkisins til SAT eignarhaldsfélags hf., sem er í eigu ríksins, vegna björgunaraðgerða handa Sjóvá eftir hrun. Ríkið reiddi fram 11,6 milljarða til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot Sjóvár. 6. desember 2010 14:48