Innlent

Tæp 9% ekki með jólatré á heimilinu

Aðeins færri eru með lifandi jólatré en gervitré
Aðeins færri eru með lifandi jólatré en gervitré
Fleiri verða með gervijólatré á heimilinu þessi jólin en lifandi jólatré, þó munurinn sé ekki mikill. Samkvæmt nýrri könnun MMR 48,6% verða landsmanna með gervitré en 41,6% með lifandi tré. Alls verða því 91,2 prósent með jólatré þessi jólin en 8,8 verða ekki með neitt jólatré á heimilinu.

Í könnun MMR voru þátttakendur spurðir: Verður jólatré á þínu heimili í ár?

Svarmöguleikar voru: „já - lifandi tré,"„ já - gervitré", „nei" og „veit ekki/vil ekki svara." Samtals

tóku 97,2% afstöðu til spurningarinnar.

Til gamans má geta þess að í sambærilegri könnun YouGov í Bretlandi dagana 2. - 3. desember 2010 kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu voru 66% sem ætla að hafa gervitré í ár, 16% ætla að hafa lifandi tré og 19% ætla ekki að hafa neitt tré. Í þeim samanburði virðist því nokkuð áberandi hve mörg íslensk heimili hyggjast vera með lifandi jólatré.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×