Erlent

Allsherjarverkfall á Fílabeinsströndinni

Stuðningsmenn Alessane Outtara, sigurvegara í forsetakosningum á Fílabeinsströndinni, hafa boðað til allsherjarverkfalls í landinu sínum manni til stuðnings en sitjandi forseti neitar að stíga til hliðar. Alþjóðasamfélagið hefur viðurkennt Outtara sem sigurvegara kosninganna en Laurent Ghabo segir brögð hafa verið í tafli.

Líkurnar á því að hervaldi verði beitt til þess að koma forsetanum frá hafa aukist en forsetar nágrannaríkja ætla að hitta hann í dag til þess að gera úrslitatilraun til þess að fá hann til að viðurkenna ósigur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×