Erlent

Endurskin á norsk hreindýr

Ökumenn eiga erfitt með að sjá hreindýrin í myrkrinu.
Ökumenn eiga erfitt með að sjá hreindýrin í myrkrinu.

Norska vegagerðin vinnur nú að því að endurskinsmerkja hreindýr landsins svo síður verði ekið á þau.

Í Noregi eru um 200 þúsund hreindýr, flest í eigu Sama. Búið er að hengja gular endurskins­ólar eða litlar hornamerkingar á um 2.000 þeirra. Að jafnaði drepast um 500 norsk hreindýr í bílslysum á ári hverju. Reynsluakstur á snjósleða um hreindýralendur leiddi í ljós að merktu hreindýrin voru miklum mun sýnilegri en hin.- sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×