Erlent

Störe heillaður af Wikileaks

Jonas Gahr Störe
Jonas Gahr Störe

Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, segir Wikileaks-málið vera forvitnilegt að mörgu leyti þar sem leyniskjölin gefi innsýn í samskipti milli ríkja.

Þetta skrifar Störe í grein sem birtist meðal annars í Bergens Tidende, en hann er þó gagnrýninn á svik starfsmannsins sem lak gögnunum. Þeir sem vinna í utanríkisþjónustu þurfi að geta treyst á trúnaðarsamskipti.

Hann segir þó skondið að nú séu stjórnvöld að leita til fréttamanna eftir Wiki-skjölum sem ekki eru aðgengileg öllum. „Nú er hlutverkunum nánast snúið við þar sem við erum að biðja fjölmiðla um gagnsæi."- þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×