Stórefast um hæfi stjórnmálamanna til að dæma vinnufélaga sína 12. september 2010 13:15 Guðni Tj. Jóhannesson, sagnfræðingur, hefur miklar efasemdir um þann þátt í vinnu þingmannanefndarinnar sem snýr að ráðherraábyrgð. Mynd/Arnþór Birkisson Skýrsla þingmannanefndarinnar er of lituð af pólitík og stjórnmálamenn eru ekki sérstaklega vel til þess fallnir að rannsaka sakamál né dæma í þeim. Þetta segir doktor í sagnfræði. Guðni Th. Jóhannesson, sem skrifaði ítarlega bók um Hrunið, aðdraganda þess og eftirmál segir að skýrslu þingmannanefndarinnar sé viðamikil og þar megi finna ýmsar góðar tillögur. Til að mynda um rannsóknir á sparisjóðum og lífeyrissjóðum annars vegar og Seðlabanka og Fjármálaeftirliti hins vegar. Hann leggur til að háskólasamfélagið taki þátt í þeirri vinnu. Guðni hefur hins vegar miklar efasemdir um þann þátt í vinnu þingmannanefndarinnar sem snýr að ráðherraábyrgð. „Ég held að þetta sýni að stjórnmálamenn eru misjafnir og þeim gengur misvel að sinna því sem þeir eiga að sinna. Ég held að þeir séu ekki góðir í rannsókn á meintum sakamálum og verði örugglega ekkert góðir í að dæma í þeim," segir Guðni. Að hans mati á réttvísin að vera blind. „Auðvitað efast menn ekkert um það að þeir sem þarna komast að þeirri niðurstöðu að einhverjir hafi gerst sekir um vítaverða og glæpsamlega vanrækslu hafi reynt að vera algerlega hlutlægir." Guðni segir að málið sé pólitískt. „Auðvitað þykir sömum í Vinstri grænum og Framsókn gott að bendla Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn meira og minna eina við þetta." Þá segir Guðni að í Sjálfstæðisflokknum sé undirliggjandi tilhneiging hjá sumum að láta Geir H. Haarde bera alla ábyrgð. „Í Samfylkingunni eru þeir örugglega til sem þykir gott að Ingibjörg Sólrún og Björgvin lifi í minningunni sem þeir sem klikkuðu frekar en aðrir." Guðni segir jafnframt að Íslendingar þurfi ekki á því að halda í miðri uppbyggingu að pólitík, ákæruvald og dómsniðurstaða blandist saman. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Skýrsla þingmannanefndarinnar er of lituð af pólitík og stjórnmálamenn eru ekki sérstaklega vel til þess fallnir að rannsaka sakamál né dæma í þeim. Þetta segir doktor í sagnfræði. Guðni Th. Jóhannesson, sem skrifaði ítarlega bók um Hrunið, aðdraganda þess og eftirmál segir að skýrslu þingmannanefndarinnar sé viðamikil og þar megi finna ýmsar góðar tillögur. Til að mynda um rannsóknir á sparisjóðum og lífeyrissjóðum annars vegar og Seðlabanka og Fjármálaeftirliti hins vegar. Hann leggur til að háskólasamfélagið taki þátt í þeirri vinnu. Guðni hefur hins vegar miklar efasemdir um þann þátt í vinnu þingmannanefndarinnar sem snýr að ráðherraábyrgð. „Ég held að þetta sýni að stjórnmálamenn eru misjafnir og þeim gengur misvel að sinna því sem þeir eiga að sinna. Ég held að þeir séu ekki góðir í rannsókn á meintum sakamálum og verði örugglega ekkert góðir í að dæma í þeim," segir Guðni. Að hans mati á réttvísin að vera blind. „Auðvitað efast menn ekkert um það að þeir sem þarna komast að þeirri niðurstöðu að einhverjir hafi gerst sekir um vítaverða og glæpsamlega vanrækslu hafi reynt að vera algerlega hlutlægir." Guðni segir að málið sé pólitískt. „Auðvitað þykir sömum í Vinstri grænum og Framsókn gott að bendla Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn meira og minna eina við þetta." Þá segir Guðni að í Sjálfstæðisflokknum sé undirliggjandi tilhneiging hjá sumum að láta Geir H. Haarde bera alla ábyrgð. „Í Samfylkingunni eru þeir örugglega til sem þykir gott að Ingibjörg Sólrún og Björgvin lifi í minningunni sem þeir sem klikkuðu frekar en aðrir." Guðni segir jafnframt að Íslendingar þurfi ekki á því að halda í miðri uppbyggingu að pólitík, ákæruvald og dómsniðurstaða blandist saman.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira