Innlent

Seldu merki í minningu um Hlyn Þór

Guðrún tekur við framlaginu og afhendir um leið skjöld í þakklætisskyni.
Guðrún tekur við framlaginu og afhendir um leið skjöld í þakklætisskyni.
Nokkrir krakkar úr knattspyrnudeild ÍR, tóku þátt í merkjasölu Hjartaheilla á dögunum. Með því vildu þau heiðra minningu Hlyns Þórs Sigurðssonar sem lést úr hjartaáfalli fyrir ári síðan, 25 október 2009, á íþróttavelli ÍR.

Sölulaunin námu 115.200 krónum en krakkarnir létu þau renna til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, til minningar um Hlyn Þór.

Guðrún Bergmann Franzdóttir, formaður Neistans og janframt fulltrúi Hjartaheilla, fór til krakkanna og tók á móti framlagi þeirra og afhenti þeim í leiðinni skjöld í þakklætisskyni fyrir frábært framtak.

Það var Kristján Þór Sigurðsson, bróðir Hlyns Þórs, sem afhenti Guðrúnu Bergmann framlagið fyrir hönd krakkanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×