Innlent

Ólöglegum pókerklúbbi lokað í nótt

Póker. Myndin er úr safni.
Póker. Myndin er úr safni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af þremur skemmtistöðum sem virtu ekki reglur um opnunartíma skemmtistaða laust eftir miðnætti í gærkvöldi.

Í einhverjum tilvikum var um að ræða misskilning vegna reglna, eða eigendur þekktu ekki ákvæði laga um helgidagafrið.

Í einu tilviki var um að ræða pókerklúbb sem gestir gátu keypt sér áfengi, en lögreglan lítur svo á að um ólöglegan næturklúbb hafi verið að ræða.

Nóttin var annars róleg hjá lögreglu víðast hvar á landinu. Lögreglumenn í flestum umdæmum segja nokkuð hafa hvesst með nóttinni og rigning gangi yfir.

Veðrið hafi þó ekki valdið vandræðum og það hafi ekki verið tilefni útkalla, ef frá er talinn bíll sem festist á Fjarðarheiði.

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa sömu sögu að segja, en þær hafa ekki þurft að veita neinum liðsinni vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×