Fyrirskipaði að njósnað skyldi um SÞ 29. nóvember 2010 06:00 Julian Assange. Wikileaks lá niðri fram eftir degi í gær eftir árás tölvuþrjóta í aðdraganda skjalabirtingarinnar.Fréttablaðið/AP Upplýsingar úr 250 þúsund leynilegum skjölum sem vefsíðan Wikileaks hefur undir höndum, voru birtar í fjölmiðlum víða um heim í gærkvöldi. Skjölin sem um ræðir koma úr sendiráðum Bandaríkjanna um allan heim og veita sjaldséða innsýn í starfsemi bandarísku utanríkisþjónustunnar. Meðal þess sem kemur fram í skjölunum er að Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, og fleiri leiðtogar í arabaheiminum hafa hvatt Bandaríkin til að gera innrás í Íran til bregðast við tilraunum Írana til að koma sér upp kjarnavopnum. Þar er einnig lýst yfir miklum áhyggjum af öryggi kjarnaefna í Pakistan sem nota mætti til að smíða kjarnavopn og sagt er frá umfangsmiklu tölvuþrjótaneti kínverskra stjórnvalda. Bandarísk stjórnvöld fordæmdu skjalabirtinguna í gær og sögðu hana stefna lífi bandarískra ríkisborgara í hættu. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, vísaði gagnrýninni á bug og sagði bandarísk stjórnvöld hrædd við að svara fyrir gjörðir sínar. Tölvuþrjótar réðust á Wikileaks um miðjan dag í gær og lá síðan niðri fram á kvöld. Nokkrir alþjóðlegir fjölmiðlar, þar á meðal New York Times og The Guardian, höfðu hins vegar fengið aðgang að skjölunum með fyrirvara og birtu upplýsingar úr þeim í gærkvöldi. Einhvers misskilnings virðist gæta um tengsl Wikileaks við Ísland því Liz Cheney, fyrrum starfsmaður í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og dóttir Dicks Cheney fyrrum varaforseta, kom fram á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær og hvatti þar íslensk stjórnvöld til að loka fyrir vefsíðuna. Í skjölunum kunna að leynast upplýsingar um samskipti Bandaríkjamanna við íslensk stjórnvöld eða lýsingar á íslenskum stjórnmálamönnum. Enginn þeirra fjölmiðla sem fengið hafa aðgang að skjölunum hafði þó fjallað um íslensk málefni í gærkvöldi, en í gögnum á vefsíðu Guardian kemur fram að alls 290 skjöl eru frá sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík. Nýjasta skjalið er frá 24. febrúar 2010 en það elsta frá 20. desember 2005. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Upplýsingar úr 250 þúsund leynilegum skjölum sem vefsíðan Wikileaks hefur undir höndum, voru birtar í fjölmiðlum víða um heim í gærkvöldi. Skjölin sem um ræðir koma úr sendiráðum Bandaríkjanna um allan heim og veita sjaldséða innsýn í starfsemi bandarísku utanríkisþjónustunnar. Meðal þess sem kemur fram í skjölunum er að Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, og fleiri leiðtogar í arabaheiminum hafa hvatt Bandaríkin til að gera innrás í Íran til bregðast við tilraunum Írana til að koma sér upp kjarnavopnum. Þar er einnig lýst yfir miklum áhyggjum af öryggi kjarnaefna í Pakistan sem nota mætti til að smíða kjarnavopn og sagt er frá umfangsmiklu tölvuþrjótaneti kínverskra stjórnvalda. Bandarísk stjórnvöld fordæmdu skjalabirtinguna í gær og sögðu hana stefna lífi bandarískra ríkisborgara í hættu. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, vísaði gagnrýninni á bug og sagði bandarísk stjórnvöld hrædd við að svara fyrir gjörðir sínar. Tölvuþrjótar réðust á Wikileaks um miðjan dag í gær og lá síðan niðri fram á kvöld. Nokkrir alþjóðlegir fjölmiðlar, þar á meðal New York Times og The Guardian, höfðu hins vegar fengið aðgang að skjölunum með fyrirvara og birtu upplýsingar úr þeim í gærkvöldi. Einhvers misskilnings virðist gæta um tengsl Wikileaks við Ísland því Liz Cheney, fyrrum starfsmaður í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og dóttir Dicks Cheney fyrrum varaforseta, kom fram á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær og hvatti þar íslensk stjórnvöld til að loka fyrir vefsíðuna. Í skjölunum kunna að leynast upplýsingar um samskipti Bandaríkjamanna við íslensk stjórnvöld eða lýsingar á íslenskum stjórnmálamönnum. Enginn þeirra fjölmiðla sem fengið hafa aðgang að skjölunum hafði þó fjallað um íslensk málefni í gærkvöldi, en í gögnum á vefsíðu Guardian kemur fram að alls 290 skjöl eru frá sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík. Nýjasta skjalið er frá 24. febrúar 2010 en það elsta frá 20. desember 2005. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira