Erlent

Frægur breskur matreiðslumaður vill uppræta brottkast á fiski

Hugh Fearnley-Whittingstall
Hugh Fearnley-Whittingstall

Frægur breskur matreiðslumaður, Hugh Fearnley-Whittingstall, hefur safnað yfir 30 þúsund undirskriftum þar sem skorað er á Maríu Damanaki, fiskveiðistjóra Evrópusambandsins, að banna brottkast á fiski.

Kokkinum ofbýður sóunin sem viðgengst undir regluverki ESB, en hann segir brottkastið alvarlegasta ágalla hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins, Common Fisheries Policy. Fjallað er um herferðina í stórblaðinu The Independent.

Staðhæft er að allt að því helmingi alls afla sé kastað aftur frá borði við veiðar í Norðursjó, enm Callum Roberts, prófessor í sjávarlíffræði við Jórvíkurháskóla, álítur að hlutfallið sé jafnvel enn hærra. - shá








Fleiri fréttir

Sjá meira


×