Innlent

Skólagarðar líða undir lok

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Sigurðsson er formaður umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.
Karl Sigurðsson er formaður umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.
Áttundu bekkingum mun ekki gefast kostur á starfi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur næsta sumar eins og venja hefur verið. Þetta kom fram í máli Karls Sigurðssonar, formanns umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar, í umræðum um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í gær.

„Ég ætla ekkert að fara í neinar grafgötur með það að mér finnst þetta afar leiðinleg aðgerð, en um leið er þetta að mínu mati sá kostnaðarliður þar sem mest var hægt að spara fyrir minnsta þjónustuskerðingu," sagði Karl í ræðu sinni. Með þessu væri hægt að spara laun til barnanna og til leiðbeinenda þeirra.

Þá sagði Karl að skólagarðar yrðu ekki starfræktir áfram með því sniði sem verið hefur. Í stað þess verða starfræktir sérstakir fjölskyldugarðar sem fólk getur leigt sér til að rækta matjurtir og annan gróður. Gert er ráð fyrir að reksturinn á fjölskyldugörðunum verði fjármagnaður með leigugjöldum sem innheimt verða fyrir garðana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×