Innlent

Formaður stjörnuskoðunarfélagsins: Efast um fljúgandi furðuhlut

SB skrifar

„Ég held það þurfi betri sannanir fyrir því að þetta sé vera úr öðrum heimi," segir Sævar Helgi Bragason. Vísir birti í dag myndband sem Íslendingur tók af fljúgandi furðuhlut.

Myndbandið hefur vakið landsathygli en það gæti verið fyrsta sönnunin um heimsókn vera úr öðrum heimi hingað til lands.

„Ég vil ekki vera að draga úr rómantíkinni en frá mínum bæjardyrum séð líkist þetta helst flugvél eða þyrlu. Svo eru litirnir í myndavélinni ekki réttir, hvíta ljósið breytist í blátt og svo þegar hann fer nær viðfangsefninu er líkt og vélin skoppi til og frá."

Sævar, sem er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segist eiga erfitt með að sjá annað en rökfræðilegar skýringar á þessu fyrirbæri.

„Það er ekkert yfirnáttúrulegt við það að fljúga og mér finnst augljóst að þetta sé flugvél," segir Sævar.

Rætt verður við unga manninn sem tók myndbandið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en hér fyrir ofan má sjá hið ótrúlega myndband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×