Innlent

Jólasnjórinn staldrar stutt við

Ekki ætti að verða röskun á samgöngum um helgina, og í næstu viku hverfur jólasnjórinn sennilega.
Fréttablaðið/Anton
Ekki ætti að verða röskun á samgöngum um helgina, og í næstu viku hverfur jólasnjórinn sennilega. Fréttablaðið/Anton
Jólasnjórinn mun sennilega ekki staldra lengi við þar sem veðurspá gerir ráð fyrir hlýnandi veðri næstu daga.

Í dag og á morgun er gert ráð fyrir éljum víða um land, en síðdegis á morgun má búast við talsverðri rigningu um landið sunnanvert.

Á annan í jólum verður svo rigning eða slydda um allt land og áfram er spáð hlýju veðri í næstu viku.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er færð á þjóðvegum ágæt þrátt fyrir að hálka eða hálkublettir séu víða, sem og skafrenningur og snjóþekja.

Öllum leiðum með sjö daga þjónustu verður sinnt um hátíðarnar, en frekari upplýsingar um færð má fá í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777.

Innanlandsflug lítur vel út um hátíðarnar að sögn Árna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands.

„Þetta lítur allt vel út hjá okkur. Þó að ekki sé á vísan að róa með veður sýnist mér spáin vera þokkaleg og við gerum ekki ráð fyrir að lenda í vandræðum.“- þj

Tengdar fréttir

Spara þrjátíu milljónir króna á jólaljósum

Orkuveitan hefur tilkynnt sveitarfélögum á á rafmagnsdreifisvæði fyrirtækis að frá og með næstu jólum muni fyrirtækið ekki sjá um jólalýsingu á sama hátt og verið hefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×