Um 14% drengja telja að konur eigi ekki að vinna úti 9. nóvember 2010 04:15 Andrea Hjálmsdóttir Þrátt fyrir nýbirta skýrslu þar sem fram kemur að jafnrétti kynjanna sé meira hér á landi en annars staðar virðist viðhorf íslenskra ungmenna vera á skjön við það. Félagsfræðingur kallar eftir aðgerðum innan skólakerfisins. Í nýlegri skýrslu Rannsókna & greiningar fyrir Norðurlandaráð, þar sem leitast var við að kanna hagi, líðan og lífsstíl norrænna ungmenna á aldrinum sextán til nítján ára, kemur fram að viðhorf íslenskra ungmenna samræmist vart opinberri stefnu í jafnréttismálum. Til dæmis telur nær helmingur íslenskra drengja á þessu aldursbili að konur eigi að vera heima með börnum þegar þau eru ung, og jafnvel eru fjórtán prósent drengja fylgjandi því að konur eigi alls ekki að vinna úti. Þegar drengir eru spurðir hvort eigi að ráða meiru í sambúð manns og konu segja 38 prósent að það sé maðurinn, en 7,3 prósent stúlkna eru á þeirri skoðun. Þrátt fyrir allt er mikill meirihluti beggja kynja engu síður á þeirri skoðun að jafnrétti eigi að vera á milli kynjanna, eða 88 prósent drengja og 96 prósent kvenna. Þessi afstaða íslenskra ungmenna er ekkert einsdæmi því að hún er í öllum aðalatriðum í samræmi við hin Norðurlöndin sem tóku þátt í þessari könnun. Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur og lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart, enda sé hún í samræmi við hennar eigin kannanir á viðhorfum unglinga til verkaskiptingar innan heimilisins. „Við erum með mjög gott formlegt jafnrétti og góð lög, en okkur hefur gengið illa að ná raunverulegu réttlæti, til dæmis að leiðrétta launamun milli kynjanna. Við tölum alltaf eins og við höfum í raun náð jafnrétti og það litla sem vanti upp á komi svo sjálfkrafa með næstu kynslóðum. Það er sú orðræða sem er í gangi í samfélaginu, en allar niðurstöður undanfarið benda til þess að við þurfum að gera eitthvað í málinu." Andrea leggur áherslu á að þrátt fyrir að foreldrar eigi að axla sína ábyrgð sé skólakerfið lykilatriði til framfara og þá helst að kennaranemar læri kynjafræði til að geta svo kennt það í skólunum. „Við verðum að fá skólakerfið með okkur til að fræða börn um það hvernig samfélagið virkar í raun og hvernig væri æskilegt að það væri. Annars náum við ekki fram neinum raunverulegum breytingum." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Þrátt fyrir nýbirta skýrslu þar sem fram kemur að jafnrétti kynjanna sé meira hér á landi en annars staðar virðist viðhorf íslenskra ungmenna vera á skjön við það. Félagsfræðingur kallar eftir aðgerðum innan skólakerfisins. Í nýlegri skýrslu Rannsókna & greiningar fyrir Norðurlandaráð, þar sem leitast var við að kanna hagi, líðan og lífsstíl norrænna ungmenna á aldrinum sextán til nítján ára, kemur fram að viðhorf íslenskra ungmenna samræmist vart opinberri stefnu í jafnréttismálum. Til dæmis telur nær helmingur íslenskra drengja á þessu aldursbili að konur eigi að vera heima með börnum þegar þau eru ung, og jafnvel eru fjórtán prósent drengja fylgjandi því að konur eigi alls ekki að vinna úti. Þegar drengir eru spurðir hvort eigi að ráða meiru í sambúð manns og konu segja 38 prósent að það sé maðurinn, en 7,3 prósent stúlkna eru á þeirri skoðun. Þrátt fyrir allt er mikill meirihluti beggja kynja engu síður á þeirri skoðun að jafnrétti eigi að vera á milli kynjanna, eða 88 prósent drengja og 96 prósent kvenna. Þessi afstaða íslenskra ungmenna er ekkert einsdæmi því að hún er í öllum aðalatriðum í samræmi við hin Norðurlöndin sem tóku þátt í þessari könnun. Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur og lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart, enda sé hún í samræmi við hennar eigin kannanir á viðhorfum unglinga til verkaskiptingar innan heimilisins. „Við erum með mjög gott formlegt jafnrétti og góð lög, en okkur hefur gengið illa að ná raunverulegu réttlæti, til dæmis að leiðrétta launamun milli kynjanna. Við tölum alltaf eins og við höfum í raun náð jafnrétti og það litla sem vanti upp á komi svo sjálfkrafa með næstu kynslóðum. Það er sú orðræða sem er í gangi í samfélaginu, en allar niðurstöður undanfarið benda til þess að við þurfum að gera eitthvað í málinu." Andrea leggur áherslu á að þrátt fyrir að foreldrar eigi að axla sína ábyrgð sé skólakerfið lykilatriði til framfara og þá helst að kennaranemar læri kynjafræði til að geta svo kennt það í skólunum. „Við verðum að fá skólakerfið með okkur til að fræða börn um það hvernig samfélagið virkar í raun og hvernig væri æskilegt að það væri. Annars náum við ekki fram neinum raunverulegum breytingum." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira