Erlent

Einn sprakk yfir Singapúr

Alvarlegar bilanir urðu í hreyflum tveggja A380-risaþota frá Airbus með stuttu millibili fyrir skömmu.mynd/Airbus
Alvarlegar bilanir urðu í hreyflum tveggja A380-risaþota frá Airbus með stuttu millibili fyrir skömmu.mynd/Airbus

Útlit er fyrir að skipta þurfi út allt að fjörutíu hreyflum í A380-risaþotunum frá Airbus vegna öryggisástæðna. Hreyflar biluðu fyrir nokkru í tveimur þotum ástralska flugfélagsins Qantas, en í öðru tilvikinu leiddi olíusmit í hreyfli til þess að hann sprakk í flugi yfir Singapúr.

Qantas kyrrsetti allar A380-þotur sínar sex í kjölfarið.

Rolls-Royce framleiðir hreyflana. Talsmenn bæði fyrirtækisins og Airbus hafa verið þögulir sem gröfin. Sérfræðingar um öryggi í flugi segja Rolls-Royce ætla að skipta gölluðum hreyflunum út fyrir nýja. Reikna má með röskun á flugi af þeim sökum.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×