Innlent

Andvígir kvótasölu ríkisins

Farmanna- og fiskimannasambandið, Sjómannasambandið og Félag vélstjóra og málmtæknimanna hafa tekið höndum saman við Landssamband íslenskra útvegsmanna og mótmæla hugmyndum um sölu ríkisins á aflaheimildum.

„Ef ríkið ætlar að hirða aflaheimildir þegar árangur næst grefur það undan langtíma­sjónarmiðum um góða umgengni og skynsamlega nýtingu fiskistofna," segja samtökin. Kostnaður við kvótakaup sé dreginn frá hlut sjómanna og óviðunandi sé að ríkis­valdið ætli að stuðla að því að sjómenn verði hlunnfarnir. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×