Hótaði nauðgunum 29. apríl 2010 05:30 Catalina Mikue Ncogo bíður nú dóms. Hún er meðal annars sökuð um mansal, hagnýtingu vændissölu, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og hótanir. Fréttablaðið/Vilhelm Catalina Mikue Ncogo, sem nú bíður dóms, ákærð fyrir hagnýtingu vændis, mansal, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung, hótaði konum sem hún seldi í vændi meðal annars því að láta glæpamenn nauðga þeim, hlýddu þær henni ekki. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um þau sakarefni sem Catalina skuli ákærð fyrir. Ein þeirra kvenna sem Catalina er ákærð fyrir að hafa beitt mansali, harðræði og hótunum hefur lýst hvernig Catalina kúgaði hana til vændis sem sú síðarnefnda hafði framfærslu og viðurværi af. Það gerði hún með því að „hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum, sparka og slá í líkama hennar, svipta hana frelsi sínu og koma í veg fyrir samskipti hennar við aðra en viðskiptavini vændisstarfseminnar, meðal annars með því að læsa hana inni í herbergi, meina henni að yfirgefa íbúðina og banna henni að borða, sofa og nota salerni nema með leyfi ákærðu“. Í greinargerðinni segir enn fremur að Catalina hafi tekið af konunni vegabréf og peninga. Þá hafi hún beitt hana blekkingum er hún sagði henni að hún væri valdamikil hér á landi og hefði mikil áhrif innan löggæslustofnana og glæpaheimsins á Íslandi og gæti því látið glæpamenn nauðga henni hlýddi hún sér ekki. Þetta gerði hún í skjóli þess að konan þekkti ekkert til hér á landi. Í greinargerðinni segir að hún hafi hótað fleiri fórnarlömbum vændissölunnar með sama hætti. Í greinargerðinni segir að Catalina hafi haldið ofangreindri konu nauðugri í íbúð sinni svo vikum skipti. Þegar konan komst loks út og mætti með lögreglu til að sækja vegabréf sitt, sló Catalina hana í höfuðið. Annað fórnarlamb hárreytti hún og sló hún með rafmagnssnúru í andlitið. Hún er ákærð fyrir líkamsárás og fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns. jss@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Catalina Mikue Ncogo, sem nú bíður dóms, ákærð fyrir hagnýtingu vændis, mansal, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung, hótaði konum sem hún seldi í vændi meðal annars því að láta glæpamenn nauðga þeim, hlýddu þær henni ekki. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um þau sakarefni sem Catalina skuli ákærð fyrir. Ein þeirra kvenna sem Catalina er ákærð fyrir að hafa beitt mansali, harðræði og hótunum hefur lýst hvernig Catalina kúgaði hana til vændis sem sú síðarnefnda hafði framfærslu og viðurværi af. Það gerði hún með því að „hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum, sparka og slá í líkama hennar, svipta hana frelsi sínu og koma í veg fyrir samskipti hennar við aðra en viðskiptavini vændisstarfseminnar, meðal annars með því að læsa hana inni í herbergi, meina henni að yfirgefa íbúðina og banna henni að borða, sofa og nota salerni nema með leyfi ákærðu“. Í greinargerðinni segir enn fremur að Catalina hafi tekið af konunni vegabréf og peninga. Þá hafi hún beitt hana blekkingum er hún sagði henni að hún væri valdamikil hér á landi og hefði mikil áhrif innan löggæslustofnana og glæpaheimsins á Íslandi og gæti því látið glæpamenn nauðga henni hlýddi hún sér ekki. Þetta gerði hún í skjóli þess að konan þekkti ekkert til hér á landi. Í greinargerðinni segir að hún hafi hótað fleiri fórnarlömbum vændissölunnar með sama hætti. Í greinargerðinni segir að Catalina hafi haldið ofangreindri konu nauðugri í íbúð sinni svo vikum skipti. Þegar konan komst loks út og mætti með lögreglu til að sækja vegabréf sitt, sló Catalina hana í höfuðið. Annað fórnarlamb hárreytti hún og sló hún með rafmagnssnúru í andlitið. Hún er ákærð fyrir líkamsárás og fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns. jss@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira