Innlent

Átök eftir starfsmannaveislu Dominos

Valur Grettisson skrifar
Átökin áttu sér stað á Austurstrætinu. eftir árshátíð á vegum Dominos.
Átökin áttu sér stað á Austurstrætinu. eftir árshátíð á vegum Dominos.

Þrír voru fluttir á slysadeild í gærkvöldi eftir að starfsmannaveisla, sem flatbökufyrirtækið Domino´s hélt í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi, fór úr böndunum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni brutust hópslagsmál út sem varð til þess að það var kallað á lögregluna þegar klukkan var að ganga tvö í nótt.

Árásamennirnir forðuðu sér af vettvangi en eftir lágu í þrír einstaklingar í valnum.

Einn hafði meðal annars hlotið glóðarauga, tönn var brotin í öðrum og sá þriðji var með minniháttar meiðsl.

Samkvæmt heimildum Vísis áttu átökin sér stað fyrir utan skemmtistað á Austurstræti. Um fjölmenna starfsmannaveislu var að ræða og allnokkur ölvun á gestum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Vísa þurfti einum gesti út vegna óláta sem leiddu til átakanna. Ekki er ljóst hver atburðarásin var.

Lögreglan veit hverjir árásarmennirnir eru. Þegar haft var samband við lögregluna um hádegið fengust þær upplýsingar að ekki væri búið að handtaka hina grunuðu.

Þeir yrðu hinsvegar boðaðir til skýrslutöku. Ef þeir vanrækja það boð geta þeir átt von á því að vera færðir niður á lögreglustöð.


Tengdar fréttir

Starfsmannaveisla endaði með hópslagsmálum

Þrír voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar, eftir að starfsmannaveisla fyrirtækis fór úr böndunum á veitingastað í miðborginni í nótt og hópslagsmál brutust út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×