Úrúgvæski framherjinn Diego Forlan vill alls ekki útiloka þann möguleika að skipta um lið í sumar en hann spilar sem stendur með Atletico Madrid á Spáni.
Tottenham er á meðal þeirra félaga sem hafa sýnt framherjanum áhuga. Skal engan undra þar sem Forlan hefur farið á kostum á HM.
"Það þarf samt að koma gott tilboð til þess að ég skoði það. Ég er mjög ánægður í Madrid. Bæði með liðið og lífið. Maður veit samt aldrei," sagði Forlan.
Hann hefur áður leikið í ensku úrvalsdeildinni með Man. Utd en náði sér aldrei á strik með félaginu.