Innlent

Hvort á sinni öldinni

Hjónin Bragi Ólafsson og Sigrún Pálsdóttir.
Hjónin Bragi Ólafsson og Sigrún Pálsdóttir. Mynd/Valli
„Ég hef aldrei verið mikil 20. aldar kona. Mér finnst stundum eins og allt það merkilegasta hafi gerst á 19. öldinni en menn halda náttúrulega með „sínum" öldum. Ég þekki eiginlega ekkert annað en að hugsa út frá 19. öldinni, mitt sjónarhorn er litað af þeirri söguskoðun og ég horfi alltaf einhvern veginn á samtíðina úr fortíðinni. Og mig langaði að opna þessa öld fyrir breiðum og nýjum lesendahópi með því að fjalla um þennan

kvennaheim 19. aldar," segir Sigrún Pálsdóttir, sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Þóra biskups.

Hún og eiginmaður hennar, rithöfundurinn Bragi Ólafsson, eru bæði með bók í jólabókaflóðinu í ár. Síðastliðinn miðvikudag kom í ljós að báðar bækurnar verða auðkenndar með gylltum miða á aðventunni þegar þær voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Rætt er við hjónin í helgarblaði Fréttablaðsins um vinnu, eftirlætis aldirnar, og fleira til. Viðtalið er hægt að lesa hér.

Þar segist Bragi ólíkt Sigrún vera 20. aldar maður. „Ég stend einhvern veginn með báðar lappirnar í 20. öldinni og efast um að ég gæti sett mig inn í þá nítjándu þótt mér finnist það sterk upplifun að hverfa þangað um stund. Ætli það sé ekki vegna þess að mín mesta bókmenntalega upplifun tengist 20. öldinni. Ef ég gef mér einhvern stimpil er ég tuttugustu aldar maður."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×