Íslendingar fjórða feitasta þjóð í Evrópu Karen Kjartansdóttir skrifar 7. desember 2010 19:15 Fimmtungur landsmanna þjáist af alvarlegustu tegund ofþyngdar og eru Íslendingar orðnir fjórða feitasta þjóð Evrópu. Landlæknir segir vandann gríðarlega alvarlegan. Um helmingur Evrópubúa er orðinn of þungur og fjöldi þeirra sem glímir við offitu, sem er alvarlegasta tegund ofþyngdar, hefur tvöfaldast í álfunni undanfarin 20 ár. BBC, eða Breska ríkissjónvarpið, fjallar í dag um málið og birtir töflu frá OECD eða Efnahags- og framfararstofnun Evrópu en þar má meðal annars sjá upplýsingar um allra þyngstu þjóðirnar, eða þær þjóðir sem verst standa eins og BBC orðar það. Bretar eru þyngstir, Írar næstir á eftir, þriðjir eru svo Möltubúar en Íslendingar eru fjórðir á lista þeirra Evrópuþjóða sem verst standa. Léttastir eru Rúmenar, því næst Svisslendingar, svo Ítalir en næst á eftir koma nágrannar okkar Norðmenn og Svíar og eru þeir því í allt annarri stöðu en Íslendingar. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir vandann mjög alvarlegan, lífsgæði fólks sem glímir við offitu séu oft lakari en annarra. Þá kosti þessi vandi samfélagið mjög mikið því þeir sem glími við ofittu þurfi oft á ýmis konar aðgerðum og þjónustu að halda sem reyni á heilbrigðiskerfið. „Þetta eru virkilega alvarlegar tölur vegna þess að þær eru raunverulega að segja við okkur að þyngdaraukning landsmanna hefur vaxið fram úr hófi, þetta hefur aukið álag á hjarta- og æðakerfið og afleiðingarnar eru fleiri sjúkdómar sem svo leiða til fleiri dauðsfalla og ótímabærra, fyrir utan almenna þreytu og slitgigt og fleira sem fylgir ofmikill þyngd," segir Geir. Hann segir afar brýnt að vera vakandi fyrir þessu vandamáli og bregðast við því einkum eigi að reyna að fyrirbyggja vanda barna með forvörnum. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Fimmtungur landsmanna þjáist af alvarlegustu tegund ofþyngdar og eru Íslendingar orðnir fjórða feitasta þjóð Evrópu. Landlæknir segir vandann gríðarlega alvarlegan. Um helmingur Evrópubúa er orðinn of þungur og fjöldi þeirra sem glímir við offitu, sem er alvarlegasta tegund ofþyngdar, hefur tvöfaldast í álfunni undanfarin 20 ár. BBC, eða Breska ríkissjónvarpið, fjallar í dag um málið og birtir töflu frá OECD eða Efnahags- og framfararstofnun Evrópu en þar má meðal annars sjá upplýsingar um allra þyngstu þjóðirnar, eða þær þjóðir sem verst standa eins og BBC orðar það. Bretar eru þyngstir, Írar næstir á eftir, þriðjir eru svo Möltubúar en Íslendingar eru fjórðir á lista þeirra Evrópuþjóða sem verst standa. Léttastir eru Rúmenar, því næst Svisslendingar, svo Ítalir en næst á eftir koma nágrannar okkar Norðmenn og Svíar og eru þeir því í allt annarri stöðu en Íslendingar. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir vandann mjög alvarlegan, lífsgæði fólks sem glímir við offitu séu oft lakari en annarra. Þá kosti þessi vandi samfélagið mjög mikið því þeir sem glími við ofittu þurfi oft á ýmis konar aðgerðum og þjónustu að halda sem reyni á heilbrigðiskerfið. „Þetta eru virkilega alvarlegar tölur vegna þess að þær eru raunverulega að segja við okkur að þyngdaraukning landsmanna hefur vaxið fram úr hófi, þetta hefur aukið álag á hjarta- og æðakerfið og afleiðingarnar eru fleiri sjúkdómar sem svo leiða til fleiri dauðsfalla og ótímabærra, fyrir utan almenna þreytu og slitgigt og fleira sem fylgir ofmikill þyngd," segir Geir. Hann segir afar brýnt að vera vakandi fyrir þessu vandamáli og bregðast við því einkum eigi að reyna að fyrirbyggja vanda barna með forvörnum.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira