Innlent

Sóttu fyrirbura og bráðveikan sjúkling til Grænlands

Frá Grænlandi
Frá Grænlandi
Sjúkraflugvél Mýflugs, TF-MYX, fór í gær til Nuuk á vesturströnd Grænlands að sækja bráðveikan sjúkling. Ásamt flugmönnum Mýflugs var læknir og sjúkraflutningamaður frá Slökkviliði Akureyrar um borð.

Upphaflega var óskað eftir fluginu á Þorláksmessu klukkan 22 en vegna ófærðar var ekki hægt að fljúga. Því var flogið í gær og lenti vélin með sjúklingin í Reykjavík klukkan 20 í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá Mýflugi segri að þetta sé annað skiptið í þessari viku sem flogið er sjúkraflug til Grænlands. Á þriðjudaginn var flogið til Narsarsuaq á suðurhluta Grænlands og þar sóttur fyrirburi ásamt móður sem einnig voru flutt til Reykjavíkur. Þetta er 25. sjúkraflug Mýflugs það sem af er desembermánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×