Erlent

Segja Kóreu á barmi styrjaldar

Óli Tynes skrifar
Flugmóðurskipið USS George Washington er á leið til Kóreu.
Flugmóðurskipið USS George Washington er á leið til Kóreu.

Norður-Kórea hóf í dag á ný skothríð í grennd við eyna sem ráðist var á fyrr í þessari viku. Ekki var þó skotið á eyna sjálfa heldur á haf út. Jafnframt gáfu stjórnvöld út harðorða yfirlýsingu vegna fyrirhugaðra heræfinga Bandaríkjamanna og Suður-Kóreu. Norðanmenn segja að með því sé komið út á ystu nöf styrjaldar.

Bandaríska flugmóðurskipið George Washington er á leiðinni til Suður-Kóreu ásamt flota fylgdarskipa. Þessi flotadeild mun stunda æfingar með suður-kóreska flotanum. Þessi heimsókn var raunar ákveðin fyrir löngu, en norðanmenn líta á hana sem enn eina sönnun þess að innrás sé yfirvofandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×