Innlent

Segja bandarísk yfirvöld íhuga þvinganir vegna hvalveiða

Hvalur.
Hvalur.

Bandarísku hvalafriðunarsamtökin, the Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS), hafa farið fram á það við bandarísk yfirvöld að þau beiti Ísland viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða. Samtökin fullyrða að bandarísk yfirvöld hafi málið til skoðunar.

Samtökin sendu frá sér tilkynningu ásamt átján öðrum dýraverndunarsamtökum, sem tugir milljóna einstaklinga eru aðilar að, þar sem viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er hvattur til þess að koma á viðskiptaþvingunum gagnvart Íslandi vegna hrefnuveiðanna.

Þá kemur fram í tilkynningu frá samtökunum að Georg Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi einnig verið beðinn um að bregðast við hvalveiðum Íslendinga árið 2004 en hann hafi ekki orðið við þeirri beiðni á sínum tíma.

Aftur á móti vilja talsmenn samtakanna meina að ríkisstjórn Barack Obama, núverandi forseta Bandaríkjanna, hafi málið til endurskoðunar.

Að sögn líffræðingsins D.J. Schubert, sem starfar fyrir samtökin Animal Welfare Institute, þá er það gleðiefni að bandarísk yfirvöld hafi tekið málið til skoðunar en hann krefst þess meðal annars að bandarísk yfirvöld beiti Íslendinga þrýstingi vegna hvalveiðanna.

Íslenskur hvalaiðnaður veiðir um 150 hrefnur á ári. Samkvæmt tilkynningu WDCS þá veltir iðnaðurinn hér á landi um ellefu milljónir dollara á ári eða um 130 milljónir króna.

Tilkynningu samtakanna má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×