Innlent

Par stal verðmætum úr ólæstum bíl

Karl og kona fóru inn í ólæstan bíl í miðborginni í nótt og tóku þar ýmis verðmæti til handargagns.

Eigandinn kom að þeim og lögðu þau á flótta, en hann hljóp á eftir þeim. Í óðagotinu misstu þau þýfið í götuna þar sem eigandinn endurheimti það, en fólkið er ófundið.

Það var líka brotist inn í bíl í Norðurmýrinni og verðmætum stolið úr honum. Nokkru síðar var tilkynnt um innbrot á sömu slóðum og var maður handtekinn þar, sem grunaður er um innbortið í bílinn. Hann er þekktur afbrotamaður.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók tvo ökumenn úr umferð í nótt, grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þeir voru báðir réttindalausir og annar var auk þes með fíkniefni í fórum sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×