Erlent

Margir flúðu út á vinnupallana

Slökkvistarfið tók fjórar klukkustundir.fréttablaðið/AP
Slökkvistarfið tók fjórar klukkustundir.fréttablaðið/AP
Tugir slökkviliðsbíla voru notaðir til að slökkva eld í 28 hæða fjölbýlishúsi í Sjanghaí í Kína. Síðdegis í gær var ljóst að í það minnsta 42 fórust og tugir manna slösuðust í eldsvoðanum.

Byggingaverkamenn hafa undanfarið unnið að endurbótum á húsinu og notaði fjöldi fólks sér vinnupalla til að flýja undan eldinum. Reynt var að nota þyrlur til að bjarga fólki úr húsinu, en reykjarmökkurinn torveldaði það starf svo þyrlurnar urðu fljótlega frá að hverfa.

Slökkvistarfinu lauk að mestu á fjórum klukkustundum.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×